Hvað er gott að hafa í huga?
Ef þú fylgir Tékklistanum okkar þá eru meiri líkur á því að bíllinn fái eftirsóttasta litinn í ár
Gæludýr
Við elskum dýr en þegar það kemur að því að skoða bílinn er vissara að skilja gæludýrin eftir heima
Ljós
Vertu viss um að öll ljós virki, bæði að framan og aftan
Snyrtilegur
Hafðu bílinn snyrtilegan og forðastu að vera með mikið dót í bílnum. Það auðveldar okkar starf. Svo er líka engin tilfinning sem jafnast á við að keyra út í umferðina á nýskoðuðum og hreinum bíl
Viðvörunarþríhyrningur
Vertu viss um að viðvörunarþríhyrningurinn sé til staðar í bílnum og aðgengilegur okkur
Bílbelti
Athugaðu öll bílbelti. Ef beltið stoppar þegar þú kippir í það þá ertu í góðum málum, bæði fyrir skoðun og almennt á vegum úti
Rúðuþurrkur
Athugaðu hvort rúðuþurrkur séu í góði standi. Gott er að renna fingrum eftir gúmmíhlið þurrkunnar til að athuga hvort hún sé hrjúf
Tékk!