BETRI ÞJÓNUSTA HJÁ TÉKKLANDI

Tékkland býður ekki einungis upp á ódýrustu bifreiðaskoðunina. Við veitum etirfarandi þjónustu á öllum stöðvum Tékklands:

  • Bifreiðaskoðun
  • Sala skráningarmerkja
  • Geymsla skráningarmerkja
  • Móttaka eigendaskipta
  • Nýskráning
  • Endurskráning

 

    LÉTT TÉKK / Ástands­skoðun

    Ekki kaupa köttinn í sekknum

    Það getur verið auðvelt að finna draumabílinn. En verður draumabíllinn að martröð? Áður en þú kaupir notaðan bíl þá getur það margborgað sig að láta okkar fagmenn skoða hann.

    Létt tékk hentar einnig þeim sem vilja vita ástand bílsins fyrir ferðalagið, veturinn eða hvort tími sé kominn til að koma honum á verkstæði og fá þannig mat óháðs aðila.

    Létt tékk er skoðun þar sem okkar skoðunarmenn yfirfara þá þætti sem hinn almenni bíleigandi á erfitt með að meta sjálfur. Eftirfarandi atriði eru skoðuð þótt þessi listi sé ekki tæmandi:

    • Undirvagn
    • Hjólabúnaður
    • Stýrisbúnaður
    • Hemlabúnaður
    • Skynbúnaður, ljós, rúðuþurrkur o.þ.h
    • Ljósastilling
    • Hjólbarðar

    Létt tékk tekur stuttan tíma og eru engar tímapantanir, bara renna við hjá okkar skoðunarstöðvum.

    Vertu velkomin(n) með draumabílinn þinn í Létt tékk hjá okkur.

    Trúnaður

    Niðurstaða skoðunar er skráð í opinbera ökutækjaskrá sem rekin er af Samgöngustofu. Um engar trúnaðarupplýsingar er að ræða og því ber Tékklandi skylda til að upplýsa um niðurstöðu skoðana óháð því hvort um eiganda viðkomandi ökutækis er að ræða eða ekki. Því getur hver sem er óskað eftir upplýsingum um niðurstöðu einstaks ökutækis, hafi það verið skoðað af hálfu Tékklands.

    Aðrar upplýsingar um ökutæki geta starfsmenn Tékklands einnig veitt, nema óskað hafi verið nafnleyndar. Er það þá skráð í ökutækjaskrá. Þeir sem óska nafnleyndar geta sótt um að hjá Samgöngustofu.