UM TÉKKLAND

Tékkland bifreiðaskoðun ehf. er almennt bifreiðaskoðunarfyrirtæki sem hóf starfsemi 20. maí 2010 þegar fyrsta stöð fyrirtækisins var opnuð að Reykjavíkurvegi 54 í Hafnarfirði. Þann 29. júní var starfsstöð fyrirtækisins við Holtagarða opnuð formlega.Skoðunarstöð fyrirtækisins í Hátúni 2A er stærsta stöð fyrirtækisins og sú eina sem er bæði með lyftu- og gryfjubraut, en hún opnaði formlega 17. desember 2019. Stöðin í Hátúni leysti skoðunarstöðina í Borgartúni 24 af hólmi sem Tékkland hafði rekið við góðan orðstír frá 11. mars 2011. Eina skoðunarstöð fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins er staðsett að Dalsbraut 1 á Akureyri, hún var vígð 1. febrúar 2013.

Framkvæmdastjóri Tékklands er Birgir Hákonarson, en stjórn félagsins skipa Benedikt Einarsson og Jón Benediktsson. Markmið Tékklands er að bjóða uppá ódýrari skoðun ökutækja en þau fyrirtæki sem bjóða upp á sambærilega þjónustu. Skoðunarstöðvarnar eru útbúnar nýjustu tækni til bifreiðaskoðana, sem tryggir faglega skoðun og áreiðanlega þjónustu.Tékkland hefur starfsleyfi frá Umferðarstofu til að reka skoðunarstofu II og annast skoðun ökutækja skv. reglugerð 8/2009. Hjá fyrirtækinu er rekið öflugt gæðakerfi sem tryggir faglega skoðun ökutækja.

GÆÐASTEFNA

  • Það er stefna Tékklands að vera faggild skoðunarstofa á sviði ökutækjaskoðunar skv. kröfum stjórnvalda.
  • Gildi Tékklands er gæði, þjónusta og jákvæðni.
  • Tékkland mun ávallt hafa í þjónustu sinni hæft starfsfólk sem veitir viðskiptavinum sínum góða þjónustu og vinnur starfs sitt af fagmennsku og trúmennsku fyrir sanngjarnt verð.
  • Fyrirtækið leggur áherslu á að starfsfólk sitt fái viðeigandi þjálfun til að standast þær kröfur sem gerðar eru til þess.
  • Tékkland mun ávallt nota tækjabúnað sem uppfyllir ítrustu tæknikröfur hverju sinni.
  • Framkvæmdastjóri Tékklands ber ábyrgð á því að að allir starfsmenn þekki gæðastefnu félagsins og hafi hana að leiðarljósi í starfi sínu.

Kvörtunar- og áfrýjunarferli

Kvörtunar- og áfrýjunarferli Tékklands bifreiðaskoðunar er ein af meginstoðum gæðakerfis félagsins. Með þessum ferlum þá tryggjum við að við nýtum alla þá gagnrýni, það hrós og þær ábendingar sem okkur berast til að gera nauðsynlegar úrbætur á starfseminni.

Hægt er að senda okkur kvartanir/ábendingar á tekkland@tekkland.is. Öllum kvörtunum eða ábendingum sem berast okkur er haldið í trúnaði á milli fyrirtækisins og kvörtunar/ábendingaraðila. Öllum kvörtunum/ábendingum er svarað.

Áfrýjunarferli Tékklands bifreiðaskoðunar tryggir faglega úrlausn ágreiningsmála vegna niðurstöðu skoðunar ökutækja. Beiðni um áfrýjun á niðurstöðu skoðunar þarf að berast skriflega bréfleiðis á skrifstofu fyrirtækisins stílað á framkvæmdastjóra eða í tölvupósti á tekkland@tekkland.is.

Kvörtunar- og áfrýjunarferli Tékklands bifreiðaskoðunar er tiltækt hagsmunaaðilum sé þess óskað.

Tengiliðir

Tengiliðir

Framkvæmdarstjóri

Birgir Hákonarson

birgir@tekkland.is

665-9900

Bókhald

ATLAS fjármál og ráðgjöf ehf

bokhald@tekkland.is

416 4600